Innlent

Ingibjörg Sólrún segir sig úr Samfylkingunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, sagði sig úr flokknum í vikunni. Þetta kemur fram á fréttavef DV.

Þá segja sömu heimildir blaðsins að námskeið, sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, hyggst halda á vegum Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar um Rannsóknarskýrslu Alþingis, sé ein ástæða úrsagnarinnar. Ingibjörg Sólrún er nú stödd í Kabúl í Afganistan þar sem hún starfar fyrir UN Woman.

Uppfært: Ríkisútvarpið náði í Ingibjörgu Sólrúnu sem þá var stödd í Kabúl. Hún segir ekkert hæft í þeim fréttum að hún sé hætt í flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×