Innlent

Auglýst eftir nýjum fangelsisstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fangelsið á Kvíabryggju.
Fangelsið á Kvíabryggju. mynd/ pjetur.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra auglýsti í dag embætti forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju laust til umsóknar. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður á staðnum, lét af störfum þegar grunur vaknaði um að hann hefði dregið sér fé frá stofnuninni. Hann er sakaður um að hafa dregið sér á aðra milljón króna á árunum 2008 til 2010, þegar brotin uppgötvuðust. Innanríkisráðherra mun skipa í embættið frá og með 31. janúar á næsta ári til fimm ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×