Ekkert óvænt á Óskarnum 26. janúar 2011 00:00 Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í gær. Fátt kom á óvart í vali bandarísku akademíunnar og raunar var allt eftir bókinni. The King's Speech leiðir kapphlaupið með tólf tilnefningar en True Grit fylgir fast á eftir með tíu. The Social Network er tilnefnd til átta. Það voru grínistinn Mo'Nique og Tom Sherack, forseti Akademíunnar, sem tilkynntu helstu tilnefningarnar en Mo'Nique hlaut sem kunnugt er Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna í fyrra. Og það þótti því við hæfi að hefja leik í þeim flokki fyrst. Amy Adams reyndist vera fyrsta nafnið sem dregið var upp úr hatti Akademíunnar en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í hnefaleikamyndinni The Fighter. Melissa Leo var sömuleiðis tilnefnd í þessum flokki fyrir leik sinn í sömu mynd en þær stöllur munu berjast við Helenu Bonham Carter úr The King's Speech, Jacki Weaver úr Animal Kingdom og Hailee Steinfield sem þykir fara á kostum í True Grit. Aukaleikararnir í karlaflokki fylgdu á eftir en þar þykir Christian Bale úr títtnefndri The Fighter sigurstranglegastur. John Hawkes úr Winter's Bone, Jeremy Renner úr The Town, Mark Ruffalo úr The Kids Are All Right og Geoffrey Rush úr King's Speech eru einnig tilnefndir. En mesta spennan var eðlilega fyrir aðalhlutverkin. Þar kom kannski einna helst á óvart að Javier Bardem skyldi vera tilnefndur fyrir Biutiful og að kynnir Óskarsverðlaunanna í ár, James Franco, gæti verið í mikilli gleðivímu þegar hátíðin er á enda því hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í 127 Hours. Annað var nokkuð fyrirséð; Jeff Bridges hefur fengið glimrandi dóma fyrir kúrekamyndina True Grit, Jesse Eisenberg þykir frábær sem Mark Zuckerberg í The Social Network og Colin Firth er ekkert síðri sem Georg VI. í The King's Speech. Í leikkvennaflokknum var búið að gera ráð fyrir nafni Natalie Portman fyrir Black Swan og Nicole Kidman í Rabbit Hole. Þær tvær eru taldar sigurstranglegastar þótt Jennifer Lawrence úr Winter's Bone, Annette Bening úr The Kids Are All Right og Michelle Williams úr Blue Valentine gætu veitt þeim harða samkeppni. Líkt og í fyrra voru tíu myndir tilnefndar í flokknum besta myndin. Toy Story 3 er eina teiknimyndin í þeim flokki en auk hennar munu Black Swan, The Fighter, Inception, The Kids Are All Right, The King's Speech, 127 Hours, The Social Network, True Grit og Winter's Bone keppa um styttuna góðu sem verður afhent hinn 27. febrúar í Kodak-höllinni. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira
Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í gær. Fátt kom á óvart í vali bandarísku akademíunnar og raunar var allt eftir bókinni. The King's Speech leiðir kapphlaupið með tólf tilnefningar en True Grit fylgir fast á eftir með tíu. The Social Network er tilnefnd til átta. Það voru grínistinn Mo'Nique og Tom Sherack, forseti Akademíunnar, sem tilkynntu helstu tilnefningarnar en Mo'Nique hlaut sem kunnugt er Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna í fyrra. Og það þótti því við hæfi að hefja leik í þeim flokki fyrst. Amy Adams reyndist vera fyrsta nafnið sem dregið var upp úr hatti Akademíunnar en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í hnefaleikamyndinni The Fighter. Melissa Leo var sömuleiðis tilnefnd í þessum flokki fyrir leik sinn í sömu mynd en þær stöllur munu berjast við Helenu Bonham Carter úr The King's Speech, Jacki Weaver úr Animal Kingdom og Hailee Steinfield sem þykir fara á kostum í True Grit. Aukaleikararnir í karlaflokki fylgdu á eftir en þar þykir Christian Bale úr títtnefndri The Fighter sigurstranglegastur. John Hawkes úr Winter's Bone, Jeremy Renner úr The Town, Mark Ruffalo úr The Kids Are All Right og Geoffrey Rush úr King's Speech eru einnig tilnefndir. En mesta spennan var eðlilega fyrir aðalhlutverkin. Þar kom kannski einna helst á óvart að Javier Bardem skyldi vera tilnefndur fyrir Biutiful og að kynnir Óskarsverðlaunanna í ár, James Franco, gæti verið í mikilli gleðivímu þegar hátíðin er á enda því hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í 127 Hours. Annað var nokkuð fyrirséð; Jeff Bridges hefur fengið glimrandi dóma fyrir kúrekamyndina True Grit, Jesse Eisenberg þykir frábær sem Mark Zuckerberg í The Social Network og Colin Firth er ekkert síðri sem Georg VI. í The King's Speech. Í leikkvennaflokknum var búið að gera ráð fyrir nafni Natalie Portman fyrir Black Swan og Nicole Kidman í Rabbit Hole. Þær tvær eru taldar sigurstranglegastar þótt Jennifer Lawrence úr Winter's Bone, Annette Bening úr The Kids Are All Right og Michelle Williams úr Blue Valentine gætu veitt þeim harða samkeppni. Líkt og í fyrra voru tíu myndir tilnefndar í flokknum besta myndin. Toy Story 3 er eina teiknimyndin í þeim flokki en auk hennar munu Black Swan, The Fighter, Inception, The Kids Are All Right, The King's Speech, 127 Hours, The Social Network, True Grit og Winter's Bone keppa um styttuna góðu sem verður afhent hinn 27. febrúar í Kodak-höllinni. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Sjá meira