Sala á vínylplötum ferðast tuttugu ár aftur í tímann 11. janúar 2011 09:15 Óðinn í Hljómsýn segir búðina fyllast þegar ný sending kemur af vínylplötum.fréttablaðið/gva „Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning