Sala á vínylplötum ferðast tuttugu ár aftur í tímann 11. janúar 2011 09:15 Óðinn í Hljómsýn segir búðina fyllast þegar ný sending kemur af vínylplötum.fréttablaðið/gva „Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
„Ég finn að þetta á eftir að aukast meira, það er komin alveg ný kynslóð sem kaupir vínyl. Það er fyrst og fremst það sem er að auka söluna," segir Kristján Kristjánsson, verslunarstjóri Smekkleysu á Laugavegi. Sala á vínylplötum jókst um 14 prósent á heimsvísu á síðasta ári samkvæmt nýjum tölum markaðsfyrirtækisins Nielsen SoundScan. 2,8 milljónir platna seldust, sem er það mesta frá árinu 1991. Þessi þróun helst í hendur við það sem er að gerast á Íslandi. Plötusalar eru sammála um að síðasta ár hafi verið það besta í vínylplötusölu frá því að geisladiskurinn gekk nánast af miðlinum dauðum snemma á tíunda áratugnum. Þetta er að gerast á sama tíma og sala á erlendri tónlist á geisladiskum hefur minnkað mikið. „Fólk er að sækja í nýjan vínyl. Úgáfan er orðin miklu vandaðari og það er meira lagt í vínylinn en áður," segir Kristján, sem er aldrei kallaður neitt annað en Kiddi. Hann segir niðurhalsvæðinguna vera að ganga aðeins til baka og það hafi orðið til þess að fólk sæki meira í vínylinn. „Salan hefur aukist jafnt og þétt. Þetta er mjög skemmtileg þróun og ég held að þetta eigi eftir að lyftast ennþá meira - þó að vínyllinn verði aldrei risastórt hlutfall af sölunni." Óðinn Valdimarsson, verslunarstjóri í Hljómsýn, segir árlega aukningu á vínylplötusölu í versluninni síðustu þrjú ár hafa verið 20 prósent. „Þegar við fáum nýjar sendingar fyllist búðin," segir hann og bætir við að allir aldurshópar, frá 14 upp í sjötugt, kaupi vínylinn. „Salan er alltaf að aukast." Spurður um sölu á plötuspilurum segir hann þá njóta vaxandi vinsælda samhliða plötunum. „Við erum að selja fjóra plötuspilara á móti einum geislaspilara. Salan hefur algjörlega umturnast," segir Óðinn. En er annað metár í vínylplötunum fram undan? „Ég er sannfærður um það. Áhuginn er orðinn það mikill." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira