Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg 1. desember 2011 06:30 Seðlabankastjóri Már Guðmundsson telur hættulegt að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við viðkomandi land um málið.fréttablaðið/anton FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefndarmanna um ýmislegt er lýtur að peningastefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peningastefnu með fullkomlega frjálsu fjármagnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að bankakerfið væri í erlendri mynt án þess að möguleiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta.- kóp Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefndarmanna um ýmislegt er lýtur að peningastefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peningastefnu með fullkomlega frjálsu fjármagnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að bankakerfið væri í erlendri mynt án þess að möguleiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta.- kóp
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira