110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki 1. desember 2011 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur. Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur.
Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira