Lífið

Hannaði hlébarðasamfestinginn sjálf

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar
Bjarnheiður segist vera sjálfstæð og óhrædd við að vera öðruvísi.
Bjarnheiður segist vera sjálfstæð og óhrædd við að vera öðruvísi. Vísir/Vilhelm
„Ég vissi á fimmtudeginum fyrir Edduverðlaunahátíðina að ég myndi mæta og hugsaði að þyrfti ég að fara upp á svið yrði ég hvort sem er allt öðruvísi en aðrir í salnum, svo ég ákvað að gera þetta bara á minn hátt," segir Bjarnheiður Hannesdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir þröngan samfesting með hlébarðamynstri sem hún klæddist á hátíðinni.

Hún hannaði hann sjálf og lét sauma á saumastofunni Jójó þótt stuttur tími væri til stefnu.

Bjarnheiður á sviðinu á Eddunni.
„Foreldrar mínir ráku eina stærstu tískuvöruverslun Keflavíkur þegar ég var að alast upp, Kóda, sem þau seldu 2001.

Ég er því sjálfstæð og óhrædd við að vera öðruvísi, leitast við að vera elegant en samt töff. Þess vegna er ég til dæmis hrifin af þessari svörtu skyrtu og legghlífum sem ég klæðist," segir Bjarnheiður, sem rekur fyrirtækið Deco.is sem veitir innanhússráðgjöf.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Edduverðlaunahátíðina í heild sinni. Hægt er að hoppa beint á 90. mínútu þar sem Bjarnheiður mætir ákveðin á sviðið og tekur á móti verðlaunum þeirra Þorkells Harðarsonar og Arnar Marínó fyrir bestu heimildarmynd ársins, Feathered Cocaine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×