Illa rökstudd yfirhylming 21. maí 2011 12:28 Flugumaðurinn Mark Kennedy. Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. Eftir að fregnir bárust um að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, hefði laumað sér inn í raðir Saving Iceland, líkt og annarra samtaka víða um heim, kallaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um vitneskju þeirra um veru Mark á Íslandi. Embætti ríkislögreglustjóra sendi síðan frá sér skýrslu fyrr í vikunni, upp á 19 síður, en segja má að kjarni hennar sé að ríkislögreglustjóri geti ekki svarað því hvort flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið á Íslandi með vitund og í samvinnu við lögreglu hér á landi. Í skýrslunni er til að mynda margítrekað að lögreglu sé óheimilt að miðla trúnaðarupplýsingum, eins segir að lögreglu sé heimilt að nota flugumenn - en að eftir yfirferð gagna segir embættið að EKKI sé hægt að skera úr um hvort Mark Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu við lögreglu. Þó staðfestir skýrslan að trúnaðarupplýsingar um mótmæli Saving Iceland hafi borist lögreglu frá innlendum og erlendum upplýsingagjöfum. Saving Iceland hefur sent frá athugasemdir við skýrsluna undir yfirskriftinni - Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra. Þar segir að alvarlegasti meinbugur skýrslunnar sé að þar sé vikist undan þeirri ábyrgð sem henni hafi verið ætlað að axla. Með því að vísa til yfirferðar gagna gætu öll yfirvöld vikið sér undan upplýsingaskyldu með því að eyða gögnum eða búa ekki til gögn um það sem fram fer. Þetta sé óásættanleg niðurstaða. Þá gagnrýnir Saving Iceland að ekki hafi verið haft samband við einstaklingar sem störfuðu með hreyfingunni heldur byggi lögregla á frásagnir í breska blaðinu The Guardian sem séu fullar af rangfærslum. Einnig segir hreyfingin að skýrslan sé hrópandi dæmi um þá meinsemd íslenskra yfirvalda að beita sér gegn pólitísku andófi eins og glæpasamtökum og segir að glæpavæðing andófs sé tilræði við lýðræðið. Þá mælist Saving Iceland til þess að Ögmundur Jónasson sendi skýrsluna aftur til sinna heimahúsa, að öðrum kosti sé brýnt að mál breska njósnarans verði rannsakað af óháðum aðilum sem hafi ekki hagsmuna að gæta líkt og embætti ríkislögreglustjóra. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. Eftir að fregnir bárust um að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, hefði laumað sér inn í raðir Saving Iceland, líkt og annarra samtaka víða um heim, kallaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um vitneskju þeirra um veru Mark á Íslandi. Embætti ríkislögreglustjóra sendi síðan frá sér skýrslu fyrr í vikunni, upp á 19 síður, en segja má að kjarni hennar sé að ríkislögreglustjóri geti ekki svarað því hvort flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið á Íslandi með vitund og í samvinnu við lögreglu hér á landi. Í skýrslunni er til að mynda margítrekað að lögreglu sé óheimilt að miðla trúnaðarupplýsingum, eins segir að lögreglu sé heimilt að nota flugumenn - en að eftir yfirferð gagna segir embættið að EKKI sé hægt að skera úr um hvort Mark Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu við lögreglu. Þó staðfestir skýrslan að trúnaðarupplýsingar um mótmæli Saving Iceland hafi borist lögreglu frá innlendum og erlendum upplýsingagjöfum. Saving Iceland hefur sent frá athugasemdir við skýrsluna undir yfirskriftinni - Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra. Þar segir að alvarlegasti meinbugur skýrslunnar sé að þar sé vikist undan þeirri ábyrgð sem henni hafi verið ætlað að axla. Með því að vísa til yfirferðar gagna gætu öll yfirvöld vikið sér undan upplýsingaskyldu með því að eyða gögnum eða búa ekki til gögn um það sem fram fer. Þetta sé óásættanleg niðurstaða. Þá gagnrýnir Saving Iceland að ekki hafi verið haft samband við einstaklingar sem störfuðu með hreyfingunni heldur byggi lögregla á frásagnir í breska blaðinu The Guardian sem séu fullar af rangfærslum. Einnig segir hreyfingin að skýrslan sé hrópandi dæmi um þá meinsemd íslenskra yfirvalda að beita sér gegn pólitísku andófi eins og glæpasamtökum og segir að glæpavæðing andófs sé tilræði við lýðræðið. Þá mælist Saving Iceland til þess að Ögmundur Jónasson sendi skýrsluna aftur til sinna heimahúsa, að öðrum kosti sé brýnt að mál breska njósnarans verði rannsakað af óháðum aðilum sem hafi ekki hagsmuna að gæta líkt og embætti ríkislögreglustjóra.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira