Illa rökstudd yfirhylming 21. maí 2011 12:28 Flugumaðurinn Mark Kennedy. Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. Eftir að fregnir bárust um að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, hefði laumað sér inn í raðir Saving Iceland, líkt og annarra samtaka víða um heim, kallaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um vitneskju þeirra um veru Mark á Íslandi. Embætti ríkislögreglustjóra sendi síðan frá sér skýrslu fyrr í vikunni, upp á 19 síður, en segja má að kjarni hennar sé að ríkislögreglustjóri geti ekki svarað því hvort flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið á Íslandi með vitund og í samvinnu við lögreglu hér á landi. Í skýrslunni er til að mynda margítrekað að lögreglu sé óheimilt að miðla trúnaðarupplýsingum, eins segir að lögreglu sé heimilt að nota flugumenn - en að eftir yfirferð gagna segir embættið að EKKI sé hægt að skera úr um hvort Mark Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu við lögreglu. Þó staðfestir skýrslan að trúnaðarupplýsingar um mótmæli Saving Iceland hafi borist lögreglu frá innlendum og erlendum upplýsingagjöfum. Saving Iceland hefur sent frá athugasemdir við skýrsluna undir yfirskriftinni - Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra. Þar segir að alvarlegasti meinbugur skýrslunnar sé að þar sé vikist undan þeirri ábyrgð sem henni hafi verið ætlað að axla. Með því að vísa til yfirferðar gagna gætu öll yfirvöld vikið sér undan upplýsingaskyldu með því að eyða gögnum eða búa ekki til gögn um það sem fram fer. Þetta sé óásættanleg niðurstaða. Þá gagnrýnir Saving Iceland að ekki hafi verið haft samband við einstaklingar sem störfuðu með hreyfingunni heldur byggi lögregla á frásagnir í breska blaðinu The Guardian sem séu fullar af rangfærslum. Einnig segir hreyfingin að skýrslan sé hrópandi dæmi um þá meinsemd íslenskra yfirvalda að beita sér gegn pólitísku andófi eins og glæpasamtökum og segir að glæpavæðing andófs sé tilræði við lýðræðið. Þá mælist Saving Iceland til þess að Ögmundur Jónasson sendi skýrsluna aftur til sinna heimahúsa, að öðrum kosti sé brýnt að mál breska njósnarans verði rannsakað af óháðum aðilum sem hafi ekki hagsmuna að gæta líkt og embætti ríkislögreglustjóra. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Saving Iceland segir skýrslu Ríkislögreglustjóra um mál breska njósnarans Marks Kennedys illa rökstudda yfirhylmingu og furðar sig á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggist sætta sig við skýrsluna. Hreyfingin vill nýja rannsókn á málinu. Eftir að fregnir bárust um að breskur lögreglumaður, Mark Kennedy, hefði laumað sér inn í raðir Saving Iceland, líkt og annarra samtaka víða um heim, kallaði innanríkisráðuneytið eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um vitneskju þeirra um veru Mark á Íslandi. Embætti ríkislögreglustjóra sendi síðan frá sér skýrslu fyrr í vikunni, upp á 19 síður, en segja má að kjarni hennar sé að ríkislögreglustjóri geti ekki svarað því hvort flugumaðurinn Mark Kennedy hafi verið á Íslandi með vitund og í samvinnu við lögreglu hér á landi. Í skýrslunni er til að mynda margítrekað að lögreglu sé óheimilt að miðla trúnaðarupplýsingum, eins segir að lögreglu sé heimilt að nota flugumenn - en að eftir yfirferð gagna segir embættið að EKKI sé hægt að skera úr um hvort Mark Kennedy hafi verið hér á landi í samvinnu við lögreglu. Þó staðfestir skýrslan að trúnaðarupplýsingar um mótmæli Saving Iceland hafi borist lögreglu frá innlendum og erlendum upplýsingagjöfum. Saving Iceland hefur sent frá athugasemdir við skýrsluna undir yfirskriftinni - Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra. Þar segir að alvarlegasti meinbugur skýrslunnar sé að þar sé vikist undan þeirri ábyrgð sem henni hafi verið ætlað að axla. Með því að vísa til yfirferðar gagna gætu öll yfirvöld vikið sér undan upplýsingaskyldu með því að eyða gögnum eða búa ekki til gögn um það sem fram fer. Þetta sé óásættanleg niðurstaða. Þá gagnrýnir Saving Iceland að ekki hafi verið haft samband við einstaklingar sem störfuðu með hreyfingunni heldur byggi lögregla á frásagnir í breska blaðinu The Guardian sem séu fullar af rangfærslum. Einnig segir hreyfingin að skýrslan sé hrópandi dæmi um þá meinsemd íslenskra yfirvalda að beita sér gegn pólitísku andófi eins og glæpasamtökum og segir að glæpavæðing andófs sé tilræði við lýðræðið. Þá mælist Saving Iceland til þess að Ögmundur Jónasson sendi skýrsluna aftur til sinna heimahúsa, að öðrum kosti sé brýnt að mál breska njósnarans verði rannsakað af óháðum aðilum sem hafi ekki hagsmuna að gæta líkt og embætti ríkislögreglustjóra.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira