Lífið

Heist-æði grípur Hollywood

Steve Carell mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Conviction og jafnvel sitja í framleiðandastólnum líka. Myndin segir frá snjöllum bankaræningja sem situr í fangelsi eftir að bankarán hans fer úrskeiðis. Hann er síðan neyddur af FBI-fulltrúa til að hafa uppi á lærisvein sínum og koma honum á bak við lás og slá en notar um leið tímann til að skipuleggja hið fullkomna rán.

Samkvæmt vef Empire átti myndin upphaflega að vera í ætt við stórmyndina Heat en nú hefur verið horfið frá því og ákveðið að láta myndina vera í svokölluðum heist-stíl með hasarbrag. Það verður forvitnilegt að sjá Carell í slíkri mynd, en hann hefur aðallega haldið sig við gamanmyndaflokkinn.

Hinar svokölluðu heist-myndir tröllríða nú öllu í Hollywood enda er kvikmyndaborgin ákaflega viðkvæm fyrir hvers konar tískubylgjum. Heist er slangur yfir rán og hafa kvikmyndir af þessum toga dúkkað upp með reglulegu millibili,

Ocean-þríleikurinn malaði til að mynda gull í miðasölu og miklar vonir eru bundnar við Tower Heist með þeim Ben Stiller og Eddie Murphy í aðalhlutverkum. Myndirnar eru byggðar upp á svipaðan hátt, einhver er svikinn, sett er upp svikamylla eða rán til að ná sér niður á svikaranum en undir lokin kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.