Lífið

Weasly slapp naumlega undan dauða

JK Rowling segir að á einum tímapunkti hafi það komið til greina að láta Ron Weasly deyja.
JK Rowling segir að á einum tímapunkti hafi það komið til greina að láta Ron Weasly deyja.
JK Rowling hefur upplýst að Ron Weasly, sem Rupert Grint lék í Harry Potter-myndunum, hafi sloppið naumlega undan, hún hafi nefnilega spáð alvarlega í það hvort hann ætti ekki að deyja í síðustu Potter-bókinni.

Þetta kemur fram í spjalli við rithöfundinn á sérstökum viðhafnarmynddiski síðustu myndarinnar, Harry Potter og Dauðadjásnin 2.

Breska blaðið Guardian hefur eftir Rowling að hún hafi upphaflega gert ráð fyrir því að þrenningin myndi halda lífi þrátt fyrir að margir væru orðnir sannfærðir um að Harry Potter myndi deyja í síðustu bókinni.

„Þegar ég var hálfnuð með bækurnar velti ég því alvarlega fyrir mér að láta eitt af þeim deyja. Og þessi hugmynd spratt bara fram af einskærri illkvitni og segir kannski meira um mitt andlega ástand þá en eitthvað annað," segir Rowling. Og þá hafi Weasly verið einna líklegastur til deyja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.