Lífið

Cheryl Cole mætti í heimsókn í meðferð

Cheryl Cole hefur fallegt hjartalag og gaf sér tíma til að heimsækja vinkonu sína í Arizona þar sem hún er í meðferð.
Cheryl Cole hefur fallegt hjartalag og gaf sér tíma til að heimsækja vinkonu sína í Arizona þar sem hún er í meðferð.
Breski söngfuglinn Cheryl Cole kom í óvænta heimsókn á meðferðarheimilið þar sem söngkonan Sara Harding dvelur, en þær voru báðar meðlimir stúlknasveitarinnar Girls Aloud.

Sara Harding skráði sig í meðferð í Arizona til að fá hjálp við þunglyndi og áfengissýki. „Cheryl hefur virkilegar áhyggjur af henni og tók sér tíma frá mjög þéttri dagskrá til að heimsækja hana,“ hefur breska blaðið Daily Star eftir heimildarmanni sínum. „Hún tekur svona mál mjög nærri sér eftir að hafa þurft að hafa áhyggjur af áfengis- og eiturlyfjafíkn bróður síns, Andrew.“

Cole bauð Söruh meira segja að gista á heimili sínu í Los Angeles til að sleppa við kastljós fjölmiðlanna í London, þar sem þær stúlkur eru hundeltar af ljósmyndurum, og eins ef hún vilji bjarga sambandi sínu og plötusnúðsins Tom Crane, en þau slitu trúlofuninni fyrir skömmu. Önnur söngkona söngflokksins, Kimberly Walsh, lýsti því nýlega yfir að Söruh gengi vel í meðferðinni en samkvæmt óstaðfestum fregnum hefur hún nú framlengt dvölina og er talið ólíklegt að hún komi heim fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.