Unglist fagnar tuttugu ára afmæli 3. nóvember 2011 15:00 Ása Hauksdóttir segir dagskrána í ár glæsilega. Fréttablaðið/GVA Listahátíð ungs fólks, Unglist, hefst á morgun og fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu, hefur fylgt hátíðinni frá upphafi og segir sérlega ánægjulegt hversu vel hafi tekist til með verkefnið, sem hófst fyrir tveimur áratugum. „Upphafið var þegar Hitt húsið tók til starfa 1992. Þá sýndi sig strax að ungt fólk hafði margt til málanna að leggja. Svo hefur þetta náttúrulega þróast gífurlega í áranna rás en í rauninni er alltaf sami þráðurinn, að þetta er ungt fólk og það er ungt fólk sem heldur utan um hvern dagskrárlið." Ása segir að eftirspurnin eftir þátttöku sé jafn mikil á hverju ári. „Unga fólkið er byrjað að hringja á vorin til að spyrja hvenær Unglist fari fram. Ég hugsa að þetta hafi lifað svona lengi vegna þess að þennan vettvang hefur vantað, ungt fólk hefur svo fá tækifæri til að sýna hvað það getur og kann og hefur fram að færa." Á hátíðinni í ár verður litið yfir farinn veg og nokkrir af eftirminnilegustu atburðum hátíðarinnar endurteknir. Því verður nokkuð um þekkt andlit úr listaheiminum sem tóku sín fyrstu skref á Unglist. „Á þessum tuttugu árum hafa í raun og veru listamenn þjóðarinnar fæðst. Til dæmis mætti nefna Curver Thoroddsen, sem byrjar á Unglist með Sveim í svart/hvítu árið 1995 sem varð síðan fastur atburður á hátíðinni til 2000 og verður endurfluttur núna." Hátíðin í ár stendur í tvær vikur og má finna allar upplýsingar á Unglist.is. Ása hvetur fólk til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar. „Það sem mér finnst frábært er að allt frá upphafi hefur verið frítt inn á alla viðburði, það er náttúrulega alveg einstakt. Og hátíðin er ekki bara fyrir þennan aldurshóp heldur fyrir alla í samfélaginu sem vilja sjá af hve miklum metnaði og elju ungt fólk vinnur og hvað það hefur margt fram að færa."- bb Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
Listahátíð ungs fólks, Unglist, hefst á morgun og fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár. Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu, hefur fylgt hátíðinni frá upphafi og segir sérlega ánægjulegt hversu vel hafi tekist til með verkefnið, sem hófst fyrir tveimur áratugum. „Upphafið var þegar Hitt húsið tók til starfa 1992. Þá sýndi sig strax að ungt fólk hafði margt til málanna að leggja. Svo hefur þetta náttúrulega þróast gífurlega í áranna rás en í rauninni er alltaf sami þráðurinn, að þetta er ungt fólk og það er ungt fólk sem heldur utan um hvern dagskrárlið." Ása segir að eftirspurnin eftir þátttöku sé jafn mikil á hverju ári. „Unga fólkið er byrjað að hringja á vorin til að spyrja hvenær Unglist fari fram. Ég hugsa að þetta hafi lifað svona lengi vegna þess að þennan vettvang hefur vantað, ungt fólk hefur svo fá tækifæri til að sýna hvað það getur og kann og hefur fram að færa." Á hátíðinni í ár verður litið yfir farinn veg og nokkrir af eftirminnilegustu atburðum hátíðarinnar endurteknir. Því verður nokkuð um þekkt andlit úr listaheiminum sem tóku sín fyrstu skref á Unglist. „Á þessum tuttugu árum hafa í raun og veru listamenn þjóðarinnar fæðst. Til dæmis mætti nefna Curver Thoroddsen, sem byrjar á Unglist með Sveim í svart/hvítu árið 1995 sem varð síðan fastur atburður á hátíðinni til 2000 og verður endurfluttur núna." Hátíðin í ár stendur í tvær vikur og má finna allar upplýsingar á Unglist.is. Ása hvetur fólk til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar. „Það sem mér finnst frábært er að allt frá upphafi hefur verið frítt inn á alla viðburði, það er náttúrulega alveg einstakt. Og hátíðin er ekki bara fyrir þennan aldurshóp heldur fyrir alla í samfélaginu sem vilja sjá af hve miklum metnaði og elju ungt fólk vinnur og hvað það hefur margt fram að færa."- bb
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira