Lífið

Blur-menn á leynifundum

Graham Coxon, Alex James, Damon Albarn og Dave Rowntree.
Graham Coxon, Alex James, Damon Albarn og Dave Rowntree. Nordicphotos/Getty
Breska poppsveitin Blur er ekki dauð úr öllum æðum. Söngvarinn Damon Albarn greinir frá því í viðtali við NME að meðlimir sveitarinnar hafi hist undanfarið og tekið upp efni.

Albarn segir að Blur-liðar hafi tekið upp lag með ljóðskáldinu Michael Horovitz fyrr á þessu ári. Um var að ræða lag sem var tileinkað Notting Hill-karnivalinu sem átti að aflýsa. Þegar hátíðin var síðan haldin var ákveðið að stinga laginu ofan í skúffu.

Ekki fæst uppgefið hvort Blur-liðar hafi tekið upp „hefðbundnara" efni eða hvort þeir hyggi á plötuútgáfu. Damon segir það eitt að það sé „ótrúleg tilfinning" að spila með Blur og gefur í skyn að frekara tónleikahald sé í bígerð á næsta ári. Hann segist jafnframt eiga erfitt með að finna tíma fyrir Blur í dagskrá sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.