Ýktu hættuna af trjánum í Öskjuhlíðinni 16. desember 2011 08:00 Barrskógurinn og flugvöllurinn Allt að sextán metra há grenitré eru í elsta hluta skógarins í Öskjuhlíð sem einmitt er í aðflugs- og fráflugsstefnu við austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar.Fréttablaðið/Vilhelm Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hættan sem steðjar að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli virðist hafa verið ýkt í bréfi flugvallarstjóra Isavia til Reykjavíkurborgar í september síðastliðnum. Í bréfinu til borgarinnar sagði Jón Baldvin Pálsson flugvallarstjóri að athuganir við austur-vesturflugbraut sýndu að tré í Öskjuhlíð væru vaxin „verulega upp fyrir hindranaflöt flugbrautarinnar og þar með orðin hætta fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki“. Lækka þyrfti tré í skóginum. Brýnt öryggismál væri að hraða því eins og kostur væri. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar hafnaði í gær ósk Isavia um að lækka trén. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir enn of snemmt fyrir félagið að tjá sig um niðurstöðu ráðsins og vísaði á eftirlitsaðilann, Flugmálastjórn. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir ekki rétt að flugi stafi nú þegar hætta af trjánum í Öskjuhlíð. Isavia hafi þó fyrr á þessu ári, með samþykki Flugmálastjórnar, breytt verklagsreglum þannig að aðflug yfir Öskjuhlíðina að umræddri braut sé brattara en áður. Það ógni ekki flugöryggi. „Fyrir reynda flugmenn held ég að það sé alveg gott og gilt. Aðflugið inn á völlinn er aðeins erfiðara en ekki hættulegt,“ segir Valdís. Skógræktarfélag Reykjavíkur segir í umsögn til umhverfisráðs útilokað að saga ofan af trjám eins og Isavia leggi til án þess að trén drepist eða stórskaðist. Skógræktarmenn hafi á þriðjudag hitt fulltrúa Isavia sem hafi kveðið flugmálayfirvöld hafa lagaheimildir til að „fjarlægja fyrirstöður“ til að bæta flugöryggi. „Isavia vildi heldur vinna málið í sátt við hlutaðeigandi aðila en að beita þeirri heimild til hins ýtrasta,“ segir í umsögn Skógræktarfélagsins. Einnig hafi komið fram að austur-vesturbrautin sé á undanþágu. Valdís kveðst ekki þekkja til þess að flugmálayfirvöld hafi þær lagaheimildir sem skógræktarmenn vísi til. Flugbrautin sé ekki á undanþágu. „Flugmálastjórn Íslands er ekki að gefa undanþágu frá reglum eða stuðla að því að flugöryggi sé ógnað,“ segir hún. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, sem fékk málinu frestað í umhverfisnefnd í síðustu viku til að fá álit Skógræktarfélagsins, segir ljóst að Isavia hafi stórlega vanáætlað fjölda trjáa sem þyrfti að fórna. Rætt hafi verið um 170 tré að hámarki. Það væru aðeins fyrstu trén sem féllu. „Flugbrautin á að vera þarna til 2024. Grenitrén sem enn stæðu eftir halda áfram að vaxa og á endanum yrði greniskógurinn á þessu svæði allur felldur,“ segir Gísli Marteinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira