Íslenski boltinn

Arnar Sveinn í tveggja leikja bann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnar Sveinn missir af tveimur næstu leikjum Valsmanna.
Arnar Sveinn missir af tveimur næstu leikjum Valsmanna. Mynd/Anton
Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Auk Arnars Sveins voru 15 aðrir leikmenn úrskurðaðir í eins leiks bann. Kjartan Henry Finnbogason í KR hefur þó tekið út leikbann sitt. Þá verður Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings í banni í næsta leik.

Leikmenn í Pepsi-deildinni í banni í næsta leik

Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki

Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki

Björn Daníel Sverrisson, FH

Freyr Bjarnason, FH

Almarr Ormarsson, Fram

Þórir Hannesson, Fylki

Guðjón Baldvinsson, KR

Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni

Atli Sveinn Þórarinsson, Val

Jónas Þór Næs, Val

Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Víkingi

Hörður Sigurjón Bjarnason, Víkingi

Ingi Freyr Hilmarsson, Þór

Sveinn Elías Jónsson, Þór

Þá fengu Víkingur, KR og FH smávægilegar fjársektir. Víkingar 10 þúsund krónur vegna brottvísunar þjálfara en KR (6 þúsund krónur) og FH (2 þúsund krónur)  fyrir uppsöfnuð refsistig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×