Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti 28. desember 2011 06:00 Gaskútur Mikilvægt er að breiða yfir gaskúta sem geymdir eru utandyra í frostinu. Annars er hætta á að vatn smjúgi inn í þrýstiminnkarann í gaskútnum og frjósi, sem getur eyðilagt þrýstiminnkarann.Fréttablaðið/Pjetur „Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
„Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira