Innlent

Víða hægt að skíða

Jón Hákon Halldórsson skrifar


Gert er ráð fyrir að skíðasvæðið í Bláfjöllum opni klukkan tíu og verði opið allt þangað til klukkan níu í kvöld. Þó gæti svæðinu verið lokað fyrr ef veður verður mjög vont, en gert er ráð fyrir töluverðum vindi síðdegis. Gríðarleg aðsókn var að skíðasvæðinu í gær og þurfti fólk að bíða í löngum röðum til að kaupa aðgang að lyftunum. Þá verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri opið frá klukkan tíu til sjö í dag. Þar mun vera logn og mjög gott skíðafæri.

Skíðasvæðið í Tindastóll  verður opið frá klukkan tólf til fjögur í dag.  Það er mikill og góður snjór í Tindastól og engin fyrirstaða að koma til fjalla. Það er hægviðri, tæplega 10 gráðu frost og stjörnubjartur himinn.

Jafnframt er opið í Böggvisstaðarfjalli á Dalvík frá klukkan tólf til fjögur. Þar mun vera fínt veður og færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×