Tromsö eflist sem heimsborg norðursins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2011 18:49 Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira