Tromsö eflist sem heimsborg norðursins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2011 18:49 Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira