Innlent

Nokkuð um að ökumenn festu sig

Það var víða illfært í nótt.
Það var víða illfært í nótt.
Nokkuð var um að bílar festust í ófærðinni í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um að tveir bílar hefðu fest sig og komu björgunarsveitir þeim til aðstoðar í nótt.

Þá festust nokkrir bílar á Hellisheiðinni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Þeir nutu aðstoðar dráttarbíls til þess að losa sig úr snjónum. Eins þurfti að aðstoða ökumann í Vestmannaeyjum snemma í morgun, en sá þurfti að ná Herjólfi.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka og þæfingur í uppsveitum. Þá eru hálkublettir víðast á Reykjanesi auk þess sem það er þungfært á Suðurstrandavegi. Þá eru vegfarendur beðnir um að hafa í huga að víða eru götur ekki mokaðar í dag. Upplýsingar um þjónustutíma eru á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var svo kallað út í morgun vegna gruns um ammoníakleka í kæligeymslu við Sundahöfn. Í ljós kom að ekki var um mikinn leka að ræða. Að öðru leytinu til var rólegt að gera hjá slökkviliðinu sem og flestum lögregluembættum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×