Innlent

Veiðiþjófar gómaðir

Hreindýr.
Hreindýr.
Í gær, á jóladag, gómuðu lögreglumenn á Fáskrúðsfirði tvo veiðiþjófa. Mennirnir skutu hreindýr í Hamarsfirði fyrr um daginn. Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit lögreglunnar. Lögreglan hafði afskipti af mönnunum, en þeir voru klæddir í veiðigalla, og virtust mjög vel útbúnir til veiða.

Þeir sögðust hafa verið við refaveiðar í Hamarsfirði og ekki staðist mátið þegar þeir sáu hreindýrið. Málið telst upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×