Víðines til skoðunar undir nýtt fangelsi 3. ágúst 2011 07:00 Húsnæðið á Víðinesi, þar sem starfrækt var hjúkrunarheimili þar til í september í fyrra. Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. Þessi möguleiki var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn staður var sérstaklega nefndur til sögunnar sem ákjósanlegt húsnæði undir fangarými: gamalt hjúkrunarheimili á Víðinesi sem þar til í september í fyrra hýsti 38 heimilismenn. Deilur hafa staðið um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig fjármagna skuli byggingu nýs fangelsis. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkið fjármagni framkvæmdina en aðrir innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars forsætisráðherra, telja að lántaka fyrir slíkri framkvæmd yrði ríkinu of dýr við þessar aðstæður og hafa þess í stað horft til þess að bjóða verkið út þannig að lífeyrissjóðir og einkaaðilar geti tekið þátt í útboðinu. Þegar umræðan um nauðsyn þess að reisa nýtt fangelsi fór enn einu sinni á flug fyrir skemmstu var gerð athugun á því hvaða húsnæði í eigu ríkisins gæti hugsanlega nýst undir fangarými. Niðurstöður þeirrar athugunar verða notaðar sem leiðarljós um framhaldið, ef hugmyndin um einkaframkvæmd verður slegin út af borðinu. Málið hefur vafist fyrir ríkisstjórninni um nokkurt skeið og nýlega var ákveðið að taka ekki endanlega ákvörðun um málið fyrr en í ágúst. - kóp, sh Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. Þessi möguleiki var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn staður var sérstaklega nefndur til sögunnar sem ákjósanlegt húsnæði undir fangarými: gamalt hjúkrunarheimili á Víðinesi sem þar til í september í fyrra hýsti 38 heimilismenn. Deilur hafa staðið um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig fjármagna skuli byggingu nýs fangelsis. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkið fjármagni framkvæmdina en aðrir innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars forsætisráðherra, telja að lántaka fyrir slíkri framkvæmd yrði ríkinu of dýr við þessar aðstæður og hafa þess í stað horft til þess að bjóða verkið út þannig að lífeyrissjóðir og einkaaðilar geti tekið þátt í útboðinu. Þegar umræðan um nauðsyn þess að reisa nýtt fangelsi fór enn einu sinni á flug fyrir skemmstu var gerð athugun á því hvaða húsnæði í eigu ríkisins gæti hugsanlega nýst undir fangarými. Niðurstöður þeirrar athugunar verða notaðar sem leiðarljós um framhaldið, ef hugmyndin um einkaframkvæmd verður slegin út af borðinu. Málið hefur vafist fyrir ríkisstjórninni um nokkurt skeið og nýlega var ákveðið að taka ekki endanlega ákvörðun um málið fyrr en í ágúst. - kóp, sh
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira