Dauðsföllum fækkað um 80% Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2011 19:16 Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira