Dauðsföllum fækkað um 80% Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2011 19:16 Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira
Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira