Innlent

Langflestir borða hangikjöt á jóladag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hangikjötsilmur verður ríkjandi á flestum heimilum landsmanna á jóladag, því samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR ætla um 72% landsmanna að borða hangikjöt í aðalrétt þann daginn. Þetta er nánast sami fjöldi og sagðist ætla að borða hangikjöt á jóladag í fyrra. Um 7,8% ætla að borða hamborgarhrygg á jóladag og um 4% ætla að borða kalkúun. Íbúar á landsbyggðinni segjast frekar ætla að borða hangikjöt á jóladag en höfuðborgarbúar eða um 78% á móti 68%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×