Innlent

Ófært í efri byggðum Reykjavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ófært er í efri byggðum Reykjavíkurborgar.
Ófært er í efri byggðum Reykjavíkurborgar. mynd/ sigurjón.
Ófært er í Úlfarsárdal sem stendur og eingöngu er haldið haldið opinni strætisvagnaleiðinni. Einkabílar sitja fastir og glórulaus skafhríð er þar nú, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Aðrar leiðir en strætisvagnaleiðir verða opnaðar um leið og færi gefst.

Þá er mjög þungfært víða í Grafarvogi og Grafarholti. Fólk er beðið um að leggja ekki af stað á vanbúnum bílum. Þá vekja lögregla og Vegagerð athygli á því að ekkert ferðaveður er á Þingvallavegi um Mosfellsheiði. Björgunarsveitir eru nú að sækja bíla upp á Mosfellsheiði og Vegagerðin er á leiðinni að sækja rútu á Þingvöll og aðstoða hana til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×