Innlent

Meira en 4000 ferðamenn í Reykjavík um áramót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þúsundir ferðamanna verða í Reykjavík um áramót.
Þúsundir ferðamanna verða í Reykjavík um áramót. mynd/ pjetur.
Áætlað er að ríflega 4000 ferðamenn heimsæki Reykjavík nú um áramótin sem er fjölgun frá því í fyrra en þá er talið að um 3500 ferðamenn hafi sótt borgina heim.

Samkvæmt upplýsingum frá Höfuðborgarstofu gista ferðamenn í borginni að stærstum hluta á hótelum borgarinnar en farfuglaheimili og gistiheimili eru einnig vel bókuð. Að sögn starfsfólks Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík vilja ferðamennirnir gera vel við sig í mat og drykk auk þess sem þeir fara á söfn og heimsækja sundlaugar borgarinnar.

Hallgrímskirkja er sem fyrr vinsæl meðal ferðamanna en Harpa, nýjasta kennileiti borgarinnar, nýtur einnig mikilla vinsælda. Bæði þykir byggingin sjálf vera áhugaverð en einnig er mikill áhugi á tónlistarviðburðum í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×