Innlent

Færri afbrot skráð hjá lögreglu í ár en í fyrra

Mynd/HJ
Rúmlega 56 þúsund voru skráð hjá lögreglu á árinu sem er að líða, flest brotin eru í flokknum umferðarlagabrot. Þetta kemur fram í samantekt embættis ríkislögreglustjóra á bráðabirgðatölum um fjölda brota á öllu landinu. Tölurnar ná yfir tímabilið 1. janúar til 29. desember.

Afbrotin eru þau fæstu frá árinu 2005, en í fyrra voru 73 afbrot skráð hjá lögreglu.

Fjöldi hegningarlagabrota var rúm 12 þúsund brot, sem er um 17% fækkun frá árinu 2010. Þar hafa auðgunarbrot, innbrot/þjófnaðir, mestu áhrifin.

„Umferðarlagabrotin voru um 40.000 á árinu sem jafngildir tæp 110 brotum á dag að meðaltali. Þau náðu hámarki árið 2007 en hefur farið fækkandi síðustu ár. Þá hafa þau aldrei verið eins fá í ár, síðan árið 2005. Þessa fækkun má að hluta til rekja til bilana í hraðamyndavélum á vegum þar sem umferð er mikil. Sérrefsilagabrot voru tæplega 3.900 talsins, sem er fækkun frá í fyrra," segir í bráðabirgðatölunum frá ríkislögreglustjóra.

Hægt er að skoða tölurnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×