Innlent

Fjórir karlar og fjórar konur ráðherrar

Frá þingflokksfundi Vinstri Grænna í Alþingishúsinu síðdegis í dag.
Frá þingflokksfundi Vinstri Grænna í Alþingishúsinu síðdegis í dag. Mynd/Valli
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, lætur af embætti fjármálaráðherra og verður nýr atvinnuvegaráðherra. Jón Bjarnason hættir sem sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.

Þetta var samþykkt á þingflokksfundi VG sem lauk rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Tillagan var samþykkt með níu atkvæðum af tólf, en samkvæmt upplýsingum Vísis sátu þrír þingmenn hjá.

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, verður nýr fjármálaráðherra og Árni Páll Árnason, hættir, líkt og Jón, sem ráðherra. Ráðuneyti þeirra sameinast í atvinnuvegaráðuneytinu, sem Steingrímur fer fyrir, eins og kom fram hér að ofan.

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands verða því 8 í staðin fyrir 10. Samfylkingin er með fjóra ráðherra og VG fjóra. Kynjahlutfallið í ríkisstjórninni er jafnt, 4 konur og 4 karlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×