Innlent

Viðtal við Steingrím: Segist spenntur fyrir nýju atvinnuvegaráðuneyti

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fráfarandi fjármálaráðherra, segist spenntur fyrir nýjum áskorunum sem atvinnuvegaráðherra í sameinuðu ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar og efnahags- og viðskiptaráðuneyti en auk þess tekur ráðuneytið við verkefnum að hluta frá iðnaðarráðuneyti.

Nokkurra mánaða aðlögunartími tekur nú við áður en hið nýja ráðuneyti verður formlega stofnað og býst Steingrímur við að nýtt ráðuneyti líti dagsins ljós með vorinu. Hann þekkir málaflokkana vel enda hefur hann áður gegnt embætti landbúnaðarráðherra og var um skeið sjávarútvegsráðherra.

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður ræddi við Steingrím nokkrum mínútum eftir að þingflokksfundi Vinstri grænna lauk í þinghúsinu. Ttillaga hans um breytingar á skipan ríkisstjórnarinnar var samþykkt í þingflokki VG með 9 atkvæðum af 12, en þrír þingmenn sátu hjá.

Í viðtalinu fer Steingrímur yfir breytta skipan ríkisstjórnarinnar, gagnrýni Jóns Bjarnasonar og viðræðurnar við Evrópusambandið, svo eitthvað sé nefnt.


Tengdar fréttir

Steingrímur í atvinnuvegaráðuneytið - Samfylkingin fær fjármálaráðuneytið

Gangi áform forystumanna ríkisstjórnarinnar eftir verður Steingrímur J. Sigfússon nýr atvinnuvegaráðherra með verkefni úr þremur ráðuneytum og Samfylkingin fær fjármálaráðuneytið. Umhverfisráðuneytið fær til sín verkefni frá iðnaðarráðuneyti í nýju umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Oddný verður nýr fjármálaráðherra

Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, verður fjármálaráðherra. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum af þingflokksfundi Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×