Innlent

Sjö innbrot á höfuðborgarsvæðinu - vankaðist á veitingastað

Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en henni bárust til að mynda sjö tilkynningar um innbrot. Þar á meðal var brotist inn í fyrirtæki í Árbæjarhverfinu, skóla í austurbæ Kópavogs og fyrirtæki á Seltjarnarnesi. Ekki er vitað hverju var stolið en málin eru í rannsókn.

Maður var fluttur á slysadeild eftir að hann rak höfuðið í barborð og vankaðist á veitingastað í Hafnarfirði og annar var fluttur í hraði með sjúkrabíl á deildina með skurð á hendi.

Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í höfuðborginni og lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo ökumenn fyrir sömu sakir.

Jeppi valt á Elliðavatnsvegi í Reykjavík um miðnættisbil. Engin slys urðu á fólk og var bíllinn fluttur af vettvangi. Björgunarsveitarmenn voru ræstir út síðar um nóttina til að aðstoða ökumann sem fór út af í Ártúnsbrekkunni, engan sakaði í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×