Innlent

Opið á skíðasvæðunum fyrir norðan

Skíðamenn sem staddir eru norðanlands geta kvatt árið sem er að líða með því að taka nokkrar salíbunur. Hlíðarfjall á Akureyri er opið frá klukkan tíu til þrjú í dag. Þar eru tæpir tíu metrar á sekúndu og hiti rétt yfir frostmarki. Á Siglufirði verður opið í dag gamlársdag frá kl 11-14, veðrið og færið er frábært að sögn starfsmanna. Á Siglufirði hefur svæðið verið opið í sautján daga í desember á þessu ári og hafa gestir verið um eitt þúsund.

Sunnan heiða er hinsvegar aðra sögu að segja og lokað er í Bláfjöllum í dag. Stefnt er að opnun strax fyrsta degi nýs árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×