Sautján brennur á höfuðborgarsvæðinu 31. desember 2011 11:00 Áramótabrennur verða venju samkvæmt haldnar víða um land á gamlárskvöld. Eldvarnareftirlit Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfssvæði sínu og þá verða brennur í flestum öðrum bæjarfélögum. Kveikt verður á fyrstu brennunni á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú á gamlársdag en það er lítil brenna á vegum Fisfélagsins. Verður brennan við Úlfarsfell skammt ofan við Bauhaus húsið. Veðurspá fyrir áramótin er hin ágætasta þótt skúrir og éljagangur gætu gert vart við sig á suðvesturhorni landsins. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekkert benda til annars en að hægt verði að halda gleðileg áramót. „Veðrið verður tiltölulega milt miðað við árstíma þannig að fólk ætti ekki að forðast það að fara út í þessu veðri, alls ekki," segir Árni. "Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt sem verður þó ekki mjög stíf. Þá gæti gengið á með éljum og skúrum þar sem spáð er hita yfir frostmarki yfir daginn." Spurður hvernig veðrið verði með tilliti til flugeldasprenginga svarar Árni: "Ég held að það verði alveg þokkalegt. Það er sérstaklega gott um landið norðan- og austanvert þar sem verður bjart yfir og tiltölulega hægur vindur. En það ætti líka að vera fínt hér í borginni. Það hefur í það minnsta oft verið verra." Í Reykjavík verða á gamlársdag tíu brennur á sínum hefðbundnu stöðum. Í Kópavogi verða tvær brennur en ef vindátt verður óhagstæð þá kann brennan í Boðaþingi við Elliðavatn að falla niður. Þá verður ein brenna hver í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á Álftanesi og Seltjarnarnesi, á sínum hefðbundnu stöðum. Á Akranesi verður brenna í Kalmansvík og þá verða fjórtán brennur á Vestfjörðum, þeirra stærst við Hauganes í Skutulsfirði. Á Akureyri verður brenna við Réttarhvamm og á Egilsstöðum verður brenna á nesinu norðan við Blómabæ. Í Árborg verða þrjár brennur, þeirra stærst við Selfossflugvöll. Þá heldur ÍBV sína árlegu brennu í Vestmannaeyjum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Áramótabrennur verða venju samkvæmt haldnar víða um land á gamlárskvöld. Eldvarnareftirlit Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt leyfi fyrir sautján brennum á starfssvæði sínu og þá verða brennur í flestum öðrum bæjarfélögum. Kveikt verður á fyrstu brennunni á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú á gamlársdag en það er lítil brenna á vegum Fisfélagsins. Verður brennan við Úlfarsfell skammt ofan við Bauhaus húsið. Veðurspá fyrir áramótin er hin ágætasta þótt skúrir og éljagangur gætu gert vart við sig á suðvesturhorni landsins. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ekkert benda til annars en að hægt verði að halda gleðileg áramót. „Veðrið verður tiltölulega milt miðað við árstíma þannig að fólk ætti ekki að forðast það að fara út í þessu veðri, alls ekki," segir Árni. "Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestanátt sem verður þó ekki mjög stíf. Þá gæti gengið á með éljum og skúrum þar sem spáð er hita yfir frostmarki yfir daginn." Spurður hvernig veðrið verði með tilliti til flugeldasprenginga svarar Árni: "Ég held að það verði alveg þokkalegt. Það er sérstaklega gott um landið norðan- og austanvert þar sem verður bjart yfir og tiltölulega hægur vindur. En það ætti líka að vera fínt hér í borginni. Það hefur í það minnsta oft verið verra." Í Reykjavík verða á gamlársdag tíu brennur á sínum hefðbundnu stöðum. Í Kópavogi verða tvær brennur en ef vindátt verður óhagstæð þá kann brennan í Boðaþingi við Elliðavatn að falla niður. Þá verður ein brenna hver í Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á Álftanesi og Seltjarnarnesi, á sínum hefðbundnu stöðum. Á Akranesi verður brenna í Kalmansvík og þá verða fjórtán brennur á Vestfjörðum, þeirra stærst við Hauganes í Skutulsfirði. Á Akureyri verður brenna við Réttarhvamm og á Egilsstöðum verður brenna á nesinu norðan við Blómabæ. Í Árborg verða þrjár brennur, þeirra stærst við Selfossflugvöll. Þá heldur ÍBV sína árlegu brennu í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira