Innlent

Stýrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu í annað sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon tók við tveimur ráðuneytum á ríkisráðsfundi í morgun, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þetta er í annað sinn sem Steingrímur fer með embætti landbúnaðarráð- og sjávarútvegsráðherra, en hann gegndi embættinu í minnihlutastjórninni sem skipuð var í febrúar 2009.

Hann var líka landbúnaðar- og samgönguráðherra í ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins á árunum 1988-1991. Steingrímur ætti því að þekkja málaflokkinn vel

Daníel Rúnarsson ljósmyndari var á ríkisráðsfundi og hann var líka viðstaddur þegar skipst var á lyklum í ráðuneytunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×