Innlent

Fjöldi nauðungarsalna fjórfaldast frá árunum fyrir hrun

Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík frá bankahruni. Fjöldinn hefur nærri fjórfaldast frá árunum fyrir hrun.
Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík frá bankahruni. Fjöldinn hefur nærri fjórfaldast frá árunum fyrir hrun.
Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík frá bankahruni. Fjöldinn hefur nærri fjórfaldast frá árunum fyrir hrun.

Mikill fjöldi fasteigna hefur verið seldur nauðungarsölu á síðastliðnum þremur árum. Árið í fyrra var metár hvað þetta varðar en þá voru nauðungarsölur í Reykjavík svo dæmi sé tekið rúmlega 450 talsins eða helmingi fleiri miðað við árið þar á undan.

Samkvæmt upplýsingum frá sýslumönnum í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík hafa rúmlega 2200 fasteignir verið seldar nauðungarsölu í þeirra umdæmum frá ársbyrjun 2009 til loka nóvembermánaðar síðastliðins. Þetta er fjórföldun miðað við meðaltal áranna fyrir hrun.

Ástandið er hvað verst í umdæmi sýslumannsins í Keflavík en þar hefur að meðaltali ein fasteign verið seld nauðungarsölu á hverjum einasta virka degi þessa árs.

Skuldarar gátu á tímabili óskað eftir frestun á nauðungarsölu samkvæmt lögum sem Alþingi setti árið 2009 en þau lög voru tímabundin og féllu úr gildi í lok mars á þessu ári. Lögin gerðu það að verkum að mikill þrýstingur myndaðist í kerfinu og því varð gríðarlega mikil aukning á nauðungarsölum á milli áranna 2009 og 2010. Í Keflavík og Hafnarfirði þrefaldaðist fjöldinn og í Reykjavík tvöfaldaðist hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×