Innlent

Fartölvum stolið í Garðabæ

Bortist var inn í raftækja- og tölvuverslun í Garðabæ í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið fjórum til átta fartölvum og ef til vill einhverju fleiru.

Þjófarnir komust undan og eru ófundnir. Vísbendingar eru um að innbrotið hafi verið undirbúið og að þjófarnir hafi verið eldsnöggir að athafna sig því þjófavarnakerfi fór í gang, en þeir voru horfnir þegar lögregla kom á vettvang.

Andvirði þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×