Innlent

Skógræktarfélagið og skátarnir keyptu Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn.
Úlfljótsvatn.
Skógræktarfélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Reykjavíkur keyptu í dag jörðina að Úlfljótsvatni austast í Grafningi. Skrifað var undir kaupsamninginn í dag, en jörðin var í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Jörðina keypti Reykjavíkurbær árið 1929 á 98 þúsund krónur vegna fyrirhugaðrar virkjunar í Soginu en jörðin fluttist yfir til Orkuveitunnar við stofnun hennar enda einnig jarðhiti þar.

Skátar hafa haft meirihluta jarðarinnar á leigu og rekið þar skátamiðstöð í um 70 ár. Auk þess hefur verið stunduð þar skógrækt og á henni standa orlofshús starfsmannafélaga tengdum Reykjavíkurborg. Kaupverð er 200 milljónir króna en undanskilin sölunni eru jarðhitinn, tæplega 60 hektara spilda nyrst á jörðinni auk réttinda sem tengd eru orlofshúsum. Þannig verður réttindum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar haldið til haga.

Kaupendur munu taka við rekstri og umsjón Bernsku- og Skólaskóga sem ræktaðir hafa verið um árabil í samstarfi Orkuveitunnar og skógræktarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×