Innlent

Í vandræðum í veðurhamnum

Fólk lenti víða í hættulegum aðstæðum í illviðri sem gekk yfir landið í gærkvöldi, en ekki er vitað til að neinn hafi slasast. Björgunarsveit var kölluð út til að aðstoða fólk í þremur bílum á Ólafsfjarðarvegi upp úr miðnætti, en þar þorði fólk ekki að hreyfa bílana vegna óveðurs og flug hálku.

Fólk í fjórum bílum beið líka af sér versta veðrið á Moldhaugahálsi, utan Akureyrar í gærkvöldi. Bíll hafnaði utan vegar á milli Hveragerðis og Selfoss, og björgunarsveit var kölluð út til að hefta þakplötur á húsi í Vogunum í gærkvöldi.

Þá varð tjón þegar lausamunir fuku á bíla Ásbrú í Reykjanesbæ. Björgunarsveitarmenn þurftu líka að hefta fjúkandi þakplötur á Akranesi í gærkvöldi og í Skeifunni í Reykjavík fauk stórt ljósaskilti í heilu lagi af húsi og lenti á mannlausum bíl, sem skemmdist talsvert.

Annars var umferð langt undir meðalali samkvæmt talningastöðvum Vegagerðarinnar og áfram er spáð viðsjárverðu veðri og hættulegum akstursskilyrðum farm til jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×