Innlent

Par ruddist inn í heimahús og gekk í skrokk á konu - missti meðvitund

Kona var flutt meðvitundarlaus með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans um klukkan hálf fjögur í nótt, eftir fólskulega líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði.

Árásarfólkið, karl og kona, ruddust inn í íbúð konunnar , réðust á hana með þessum afleiðingum og hvarf svo á braut.

Manneskja, sem var gestkomandi í íbúð konunnar hringdi í lögreglu, og var árásarfólkið, sem er þekkt afbrotafólk, handtekið annarsstaðar í bænum nokkru síðar. Konan, sem ráðist var á, mun vera komin til meðvitundar en verður eitthvað áfram á sjúkrahúsinu.

Ekki liggur fyrir hvort árásarfólkið beitti bareflum, og ekki er vitað um tildrög málsins, þar sem rannsókn er á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×