Innlent

Vill kjósa um ESB um leið og "efnisleg“ niðurstaða liggur fyrir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er ósammála félaga sínum í ríkisstjórninni Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og vill láta kjósa efnislega um ESB í næstu kosningum.

Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar segist hann ósammála þeim ummælum sem Össur lét falla í Kastljósinu í gær um að þjóðin vildi fá að vita hvað kæmi út úr viðræðunum við Evrópusambandið. Ögmundur segir að sín skoðun sé skýr í málinu, auðvitað eigi að kjósa um málið, „eigi síðar en í næstu Alþingiskosningum."

Hann segir mikilvægast að ná efnislegri niðurstöðu í viðræðunum og hraða kosningum.

„Þegar bitastæð efnisleg niðurstaða liggur fyrir - og það getur auðveldlega gerst fyrr en síðar, þá eru forsendur komnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin segir já, þá göngum við frá kommusetningunni í plagginu. Ekki fyrr," segir Ögmundur á bloggi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×