Innlent

Björgunarsveitamenn losuðu fasta bíla og aðstoðuðu jólasveina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamennirnir hjálpuðu jólasveinum við að dreifa pökkum.
Björgunarsveitamennirnir hjálpuðu jólasveinum við að dreifa pökkum.
Hjálparsveit skáta Hveragerði aðstoðaði nokkra bíla á Hellisheiði sem lentu í vandræðum upp úr klukkan 5 í morgun. Slæmt veður var á Heiðinni. Þegar félagar sveitarinar höfðu lokið við að aðstoða bíla á Hellisheiði í morgun kom símtal frá jólasveinum um að aðstoða þá við að dreifa jólapökkum í Hveragerði þar sem þar var þungfært í morgun. Félagar í Hjálparsveita skáta fóru því á tveimur sérútbúnum björgunarsveitarbílum til að aðstoða þá og því komast allar gjafir til skila í tæka tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×