Innlent

Veðrið að skána á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur verið suddaveður í Reykjavík í dag.
Það hefur verið suddaveður í Reykjavík í dag. mynd/ sigurjón.
Óveðrið á höfuðborgarsvæðinu er að ganga niður, segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Það er byrjað að draga úr vindi og hann gengur niður fram á kvöldið. Þannig að jólin byrja með ágætis veðri á höfuðborgarsvæðinu," segir Haraldur. Hann bætir við að veðrið sé nú verst á sunnanverðu landinu en það muni færast austur og norður yfir landið. „Við eigum von á vonskuveðri á Austurlandi í kvöld og í nótt," segir Haraldur.

Haraldur segir að á morgun verði vestlæg átt með éljum og strekkingsvindur seinni partinn á morgun. Það verði frost á öllu landinu á morgun. Svipaða sögu verði að segja um annan í jólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×