Innlent

Jólasnjórinn kemur manni í jólafíling

Frá Reykjavík. Falleg borg og nóg af bílum.
Frá Reykjavík. Falleg borg og nóg af bílum. Mynd/Vilhelm
Jólalegt er um að litast höfuðborgarsvæðinu þessa stundina en um klukkan sex í morgun byrjaði að snjóa af krafti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur snjóað mikið frá klukkan sex til níu, en búist er við meiri snjókomu í dag.

Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að óveðrið sem gekk yfir landið í gær hafi aðallega verið seinni partinn, en þó ligndi ekki fyrr en í nótt á norðausturlandi.

Þau lögregluembætti sem fréttastofa hefur náð tali af í morgun segja að nóttin hafi verið fremur róleg. Menn eru þó komnir í mikinn jólafíling eftir snjókomuna í morgun,, eins og einn orðaði það.

Varðstjórar víða um land eru sammála um eitt, og það er að mikil hálka er á götum úti nú þegar snjórinn hefur fallið til jarðar. Fólk skal því hafa í huga að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×