Innlent

Mjög ölvaður ökumaður á Miklubraut

Þæfingsfærð var á Flókagötunni í morgun
Þæfingsfærð var á Flókagötunni í morgun mynd/sigurjón
Mjög rólegt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Færð er tekin að batna en lögreglan vill þó vara við hálku sem og krapa á akbrautum. Á göngustígum er enn talsverður snjór og mjög hált undir og biður lögreglan alla um að fara varlega.

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka um klukkan hálf tvö í dag. Þar missti ökumaður stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á vegriði. Slys voru minniháttar hjá ökumanni.

Um klukkan fjögur í dag var ökutæki svo stöðvað á Miklubraut en ökumaður reyndist mjög ölvaður. Ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×