Innlent

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóða

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði.
Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóða samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þá er einnig varað við éljagangi í dag sem verður suðvestan- og vestanlands, meira og minna í dag. Þá verður allhvass vindur og skafrenningur og nokkuð blint á Suðurnesjum, Hellisheiði, Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði í Dölum og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Hvessir á Norðurlandi upp úr miðjum degi, skafrenningur og blint á Öxnadalsheiði fljótlega upp úr hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×