Innlent

Tveir á sjúkrahúsi í nótt eftir áreksturinn á Vesturlandsvegi

Mynd/Valgarður
Einn var á gjörgæslu í nótt og annar undir eftirliti lækna eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Sex bílar lentu í árekstrinum, mis-mikið þó. Alls voru fimm fluttir á slysadeild í kjölfarið, fjórir fullorðnir og fimmtán mánaða gamalt barn en að skoðun lokinni fengu fjórir að fara heim. Sá sem settur var í gjörgæslu beinbrotnaði og hlaut innvortis blæðingu, að sögn lögreglu. Ökumaður bílsins sem hann var farþegi í var einnig hafður á sjúkrahúsinu í nótt undir eftirliti.

Miklar tafir urðu á Vesturlandsveginum um tíma í gær vegna slyssins sem tilkynnt var um rétt fyrir klukkan sex. Loka þurfti veginum um tíma en hann var opnaður aftur laust fyrir klukkan átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×