Innlent

Enn á gjörgæslu en ekki í bráðri lífshættu

Tveir liggja enn á sjúkrahúsi eftir árekstur á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið var í sömu bifreiðinni. Kona liggur á gjörgæslu alvarlega slösuð en er ekki í bráðri lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Karlmaður var lagður inn á slysa- og bráðadeild þar sem hann var undir eftirliti í nótt og er hann með minniháttar áverka.

Loka þurfti Vesturlandsvegi í um tvo tíma og myndaðist við það mikil bílalest, sem sjá má á meðfylgjandi myndum sem Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins tók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×