Landsbjörg býst við góðri flugeldasölu í ár Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 27. desember 2011 19:00 Flugeldasala fer í fullan gang á morgun og býst Landsbjörg við góðri sölu þetta árið. Ný skotgleraugu eru komin á markaðinn til að mæta kröfuhörðum tískuunnendum. Einungis fjórir dagar eru þangað til landsmenn sprengja árið 2011 í burtu og bjóða 2012 velkomið og eru væntanlega margir sprengiglaðir áramótaunnendur komnir í startholurnar fyrir flugeldakaupin. Framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir mikla samkeppni vera á flugeldamarkaðnum, en að hún haldi Björgunarsveitunum við efnið. Kristinn er þó á því að landsmenn eigi að kaupa flugelda sína af björgunarsveitunum „Okkar framlag til almennings skiptir miklu máli, eins og hefur sýnt sig í veðrinu undanfarna daga. Það er gott að fá aðstoð frá björgunarsveitunum," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Troðni, Tralli, Trausti og Trölli og svo má ekki gleyma Trítil sem mun líklega vera kærkomin viðbót við flóruna „Það má finna ýmislegt smádót sem yngri kynslóðin gæti haft gaman af," segir Kristinn. Ný skotgleraugu til að vernda augu landsmanna eru líka komin á markaðinn. „Það er svolítill stæll yfir gleraugunum í ár. Svo hvetjum við auðvitað foreldra til þess að láta börn sín vera með gleraugu þegar flugeldunum er skotið upp," segir Kristinn. Það eru ekki bara flugeldarnir sem kæta á gamlárskvöld því áramótabrennurnar gleðja líka lítil hjörtu og verða tíu brennur á höfuðborgarsvæðinu þetta árið. Stórar brennur verða við Ægisíðu, Rauðavatn, Geirsnef og Gufunes og svo verða litlar brennur á víð og dreif um höfuðborgina. Það eru ekki auðvitað ekki bara borgarbörnin sem fá að njóta og standa vestfirðirngar sig mjög vel þetta árið en alls þrettán brennur verða á boðstólnum þar. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Flugeldasala fer í fullan gang á morgun og býst Landsbjörg við góðri sölu þetta árið. Ný skotgleraugu eru komin á markaðinn til að mæta kröfuhörðum tískuunnendum. Einungis fjórir dagar eru þangað til landsmenn sprengja árið 2011 í burtu og bjóða 2012 velkomið og eru væntanlega margir sprengiglaðir áramótaunnendur komnir í startholurnar fyrir flugeldakaupin. Framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir mikla samkeppni vera á flugeldamarkaðnum, en að hún haldi Björgunarsveitunum við efnið. Kristinn er þó á því að landsmenn eigi að kaupa flugelda sína af björgunarsveitunum „Okkar framlag til almennings skiptir miklu máli, eins og hefur sýnt sig í veðrinu undanfarna daga. Það er gott að fá aðstoð frá björgunarsveitunum," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. Troðni, Tralli, Trausti og Trölli og svo má ekki gleyma Trítil sem mun líklega vera kærkomin viðbót við flóruna „Það má finna ýmislegt smádót sem yngri kynslóðin gæti haft gaman af," segir Kristinn. Ný skotgleraugu til að vernda augu landsmanna eru líka komin á markaðinn. „Það er svolítill stæll yfir gleraugunum í ár. Svo hvetjum við auðvitað foreldra til þess að láta börn sín vera með gleraugu þegar flugeldunum er skotið upp," segir Kristinn. Það eru ekki bara flugeldarnir sem kæta á gamlárskvöld því áramótabrennurnar gleðja líka lítil hjörtu og verða tíu brennur á höfuðborgarsvæðinu þetta árið. Stórar brennur verða við Ægisíðu, Rauðavatn, Geirsnef og Gufunes og svo verða litlar brennur á víð og dreif um höfuðborgina. Það eru ekki auðvitað ekki bara borgarbörnin sem fá að njóta og standa vestfirðirngar sig mjög vel þetta árið en alls þrettán brennur verða á boðstólnum þar.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira