Innlent

Hundruð milljónir í markaðsátak þrátt fyrir gallaðar grunnstoðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þetta er óþolandi ástand að við skulum verað að eyða hundruð milljónum í markaðsstarf og svo er grunnþjónustan ekki til staðar, það er að segja samgöngur," segir Agnar Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um stöðuna á vegum á Suðurlandi. Eins og fram hefur komið á Vísi í morgun eru Gjábakkavegur og vegurinn í Mosfellsheiði ekki mokaðir tvo daga vikunnar. Þar með getur Gullni hringurinn, eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna, orðið ófær.

„Ég hef af og til hitt ágæta menn hjá Vegagerðinni, þar sem við höfum farið yfir þjónustuáætlanir og annað," segir Agnar. Hann segir að kerfinu hjá Vegagerðinni hafi verið breytt í fyrra þar sem það hafi verið sett í núverandi horf. „Sá vetur var snjóléttur en núna erum við að horfa á meiri snjóþyngsl og þá fer þetta að hafa meiri áhrif á okkur," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×